Ný Jólaóratoría eftir Sigurð Sævarsson

Ný Jólaóratoría eftir Sigurð Sævarsson verður frumflutt í Hallgrímskirkju
sunnudaginn 2. desember kl.17. Verkið er byggt á Lúkasarguðspjallinu ásamt
textum úr gamla- og nýja testamentinu og er allur textinn sunginn á latínu.
Flytjendur eru Schola cantorum, Caput hópurinn, Björn Steinar Sólbergsson,
orgel, Kristín Erna Blöndal, sópran og Jóhann Smári Sævarsson, bassi undir
stjórn Harðar Áskelssonar.
Sömu flytjendur frumfluttu einnig verk Sigurðar, Hallgrímspassíu, árið 2007
og svo aftur 2010 á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju. Við það tækifæri var
passían hljóðrituð og gefin út á disk og var diskurinn tilnefndur til
Íslensku Tónlistarverðlaunanna 2011, sem besta hljómplatan í flokki
klassískrar- og samtímatónlistar.


hér má heyra viðtal við Hörð Áskelsson
http://www.ruv.is/tonlist/ny-islensk-jolaoratoria