Námskeið f. unga söngvara í Snorrabúð lau. 22. maí kl. 10

 Hrólfur Sæmundsson heldur námskeið fyrir unga söngvara laugardaginn 22. maí kl. 10 í Snorrabúð, sal Söngskólans í Reykjavík. Námskeiðið miðast við að búa söngvarann undir framtíðina, framhaldsnám og atvinnuleit.

Námskeiðið er þríþætt og er byggt á eftirfarandi þáttum:

A. Gagnvirkur fyrirlestur
1. Hvernig geri ég góða ferilskrá, mynd og upptökur
2. Hvernig ber ég mig að í söngprufum og inntökuprófum
3. Hvað ber að varast þegar á hólminn er komið
4. Umboðsmenn – hvernig má tryggja sér umboðsmann í Þýskalandi
5. Hvernig má komast inn í óperubransann erlendis
6. Hvaða skólar henta mér best
7. Hvað gerist að námi loknu
Fyrirlesturinn verður sérsniðinn að þörfum hvers og eins. Rúm verður fyrir spurningar og verkefnavinnu.

B. Masterclass með áherslu á söngprufur
Hver þátttakandi syngur eitt til tvö verk. Þetta verður sviðsettur fyrirsöngur þar sem þátttakendum er leiðbeint hvernig best era að bera sig að í fyrirsöng. Einnig almenn leiðsögn í túlkun og framkomu.

C. Tónleikar
Þáttakendur koma fram á tónleikum með verkin sem unnin voru.

Námskeiðið verður laugardaginn 22. maí. í Sal söngskólans í Reykjavík.

A hluti verður kl. 10-12
B hluti verður kl. 12.30-17.30 með matarhléi
C hluti verður kl. 18

Námskeiðsgjaldið er 25.000 kr, Píanóleikari er innifalinn í verðinu.
Allir söngvarar munu svo að námskeiði loknu fá persónulega umsögn.

Til að skrá sig þarf að senda póst á netfangið lampaskermur@hotmail.com