Masterclass með Kristjáni og Sveini í Söngskóla SD 12.-14. mars

Í byrjun mars verður Kristján Jóhannsson með söngnámskeið. Verkefnin verða óperuaríur með resitatífi. Með honum verður Sveinn Einarsson, leikstjóri og fv. Þjóðleikhússtjóri. Píanóleikari á námskeiðinu verður Marco Belluzzi, óperurepetiteur.

Sveinn mun hefja námskeiðið á föstudeginum með fyrirlestri um mikilvægi leikrænnar túlkunar og framsetningar í óperuflutningi. Í framhaldi mun Kristján vinna með söngvurunum í raddtækni og túlkun. Á laugardeginum verða einkatímar með Kristjáni og Marco, en á sunnudag mun Sveinn leiðbeina með sviðsframkomu.

Námskeiðið er haldið í Söngskóla Sigurðar Demetz og er opið öllum, en pláss er fyrir 10-15 þátttakendur.

12. mars:

15-16 Fyrirlestur Sveins Einarssonar

16-21 Tilsögn hjá Kristjáni, hver þátttakandi fær 30 mín.

 

13. mars:

Einkatímar með Kristjáni 30 mín. og síðan einkatími með Marco 30 mín.

 

14. mars:

Sveinn og Kristján með tilsögn.

 

Námskeiðið er alls 16 klukkustundir og kostar kr. 25.000.- Skráning í síma 552-0600 og á songskoli@vortex.is. Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans songskoli.is