Martinpelto og Connolly með SÍ fimmt. 18. mars kl. 19.30

   

Finnska sópransöngkonan Hillevi Martinpelto og breska messósópransöngkonan Sarah Connolly verða einsöngvarar á afmælistónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands fimmtudaginn 18. mars kl. 19.30 í Háskólabíói, en í mars eru 60 ár frá því að Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt sína fyrstu tónleika í Austurbæjarbíói. Flutt verður sinfónía nr. 2, Upprisusinfónían eftir Mahler. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur með. Rumon Gamba stjórnar. Einnig verður nýtt hljómsveitarverk eftir Hafliða Hallgrímsson frumflutt, Norðurdjúp.

Hillevi Martinpelto öðlaðist heimsfrægð þegar Deutsche Grammophon valdi hana til að syngja á móti Bryn Terfel í Brúðkaupi Fígarós og Sarah Connolly er einn fremsti mezzósópran Breta. Hún hefur haldið tónleika í Carnegie Hall, sungið á Scala, í Covent Garden og Metropolitan-óperunni.