María og Lára Hrönn í Stabat Mater e. Pergolesi 6. og 9. apríl

María Jónsdóttir, sópran, og Lára Hrönn Pétursdóttir, messósópran, nemendur Alinu Dubik flytja Stabat Mater eftir Pergolesi ásamt strengjakvartet á föstudaginn langa í Seltjarnarneskirkju kl. 15 og annan í páskum í Laugarneskirkju kl. 17.  Stjórnandi Óliver Kentish.
Verkið tekur rúmlega 40 mínútur í flutningi .

Miðaverð 1.500 kr  (eldri borgarar og nemendur 1.000 kr., ókeypis fyrir yngri en 16 ára). Ekki er tekið við kortagreiðslu á staðnum en hægt er að kaupa miða á netinu með því að leggja inn á 309-26-1109, kt: 110981-5979 og senda kvittun á larah@hive.is með nafni miðaeiganda og dagsetningu tónleika í útskýringareitinn.
Nánari upplýsingar á larapeters.com

Fiðla I – Gróa Margrét Valdimarsdóttir
Fiðla II – Eygló Dóra Davíðsdóttir
Viola – Eydís Ýr Rosenkjær
Selló – Ingunn Hallgrímsdóttir
Bassi – Borgar Magnason

Giovanni Battista Pergolesi (1710-1736) átti lítilli velgengni að fagna á sinni stuttu ævi. Hann lést aðeins 26 ára að aldri í Capuchin klaustrinu nærri Napolí og var jarðsettur þar í klausturgröf. Fáeinum árum eftir andlát hans voru verk hans enn flutt í Róm, Napolí, Dresden og München.  Jókst hróður hans og hann varð þekktur um alla Evrópu.  

Í dag er Pergolesi helst þekktur fyrir óperur og kirkjutónlist.
Stabat Mater, hans síðasta tónverk, er af mörgum talið hans besta verk. Það kom í stað Stabat Mater eftir Alessandros Scarlatti sem var alltaf flutt á föstudaginn langa í Napolí. Verkið er skrifað fyrir sópran, alt og strengjasveit við latneskt miðaldarljóð um sorg Maríu meyjar við krossfestingu Krists.

  "Stabat mater" þýðir "móðirin stóð". Í fyrsta hlutanum er fundin samúð með Maríu í þjáningu hennar við krossinn.  Í síðari hlutanum er vitnað í spádóm Símeons sem segir við Maríu: “og sjálf munt þú sverði níst í sálu þinni” (Lúkas 2, 35). Þar eftir biður skáldið til Maríu að fá að deila sorg hennar og þjást með Jesú. Að lokum er Kristur sjálfur ávarpaður og beðið um eilíft líf í paradís. Þetta verk hentar því sérstaklega vel til flutnings um páska.