Mánudaginn 22. febrúar kl. 18 heldur Lilja Guðmundsdóttir sópran tónleika með Gerrit Schuil píanóleikara í Söngskóla Sigurðar Demetz, Grandagarði 11, en þar hefur hún verið nemandi Sigrúnar Hjálmtýsdóttur.
Prógrammið samanstendur af verkum sem hún hefur undirbúið fyrir inntökupróf í Mastersnám í Juilliard í New York í byrjun mars næstkomandi.
Tónleikarnir eru hugsaðir til þess að æfa fyrirsöngsprógrammið og um leið safna upp í háan umsóknar- og ferðakostnað.
Miðaverð er 1500 kr. en ókeypis fyrir börn.
Ekki er tekið við greiðslukortum.
Allir velkomnir!