Það er okkur sönn ánægja að bjóða Félagsmönnum uppá leiklistarnámskeið til að kick-starta árinu. Kennari verður Bjarni Snæbjörnsson, sem sló svo rækilega í gegn í áramótaskaupinu. Bjarni er þaulvanur kennari og vonandi nær hann að hrista aðeins upp í okkur og fara með okkur í spennandi heim leiklistarinnar
Endilega skráið ykkur með því að senda
e-mail á Ingveldi Ýr, ingveldur@gmail.com
Námskeiðið verður frá klukkan 10-14:00 í „Snorrabúð“ í Söngskóla Reykjavíkur. Það verður gert stutt matarhlé í hádeginu …
Bjarni Snæbjörnsson lauk leikaranámi með BFA gráðu frá leiklistardeild Listaháskóla Íslands 2007. Bjarni hefur einnig söngnám að baki og kláraði 5. stig í söng frá Söngskólanum í Reykjavík árið 2001 og er einnig með diplómu frá söngskólanum Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn. Árið 2015 lauk hann MA gráðu í listkennslu frá LHÍ.
Bjarni hefur tekið þátt í söngleikjum Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu ásamt því að hafa leikið mikið með sjálfstæðum leikhópum, t.d. í leiksýningunum Ástverk ehf, Rándýr og Sarínó sirkusinn. Einnig hefur hann sungið og leikið við öll möguleg tækifæri í gegnum árin ásamt því að vera hluti af sýningarhóp Improv Íslands.
Bjarni hefur kennt leiklist sleitulaust frá útskrift úr leikaranáminu árið 2007. Hann var framkvæmdastjóri Leynileikhússins og kenndi þar á leiklistarnámskeiðum 2008-2011. Þá hefur hann verið miðjan á nýrri leiklistarbraut til stúdentsbraut í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ frá 2009 og er þar fastráðinn leiklistarkennari. Þá kennir Bjarni einnig spunaformið Haraldinn.