Александра Чернишова (frb. Alexandra Tsjernísjóva) söngkennari í Tónlistarskóla Skagafjarðar er ekki af baki dottin, en hún hefur stofnað Óperu Skagafjarðar og stendur nú af mikilli elju fyrir uppfærslu á La Traviata í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Alexandra æfir einsöngvara og kór, sem telur 30 manns. Foreldrar Alexöndru gefa búninga í sýninguna, þeir voru saumaðir í Úkraínu og sendir til Íslands.
La Traviata verður flutt sunnudaginn 29. apríl í íþróttahúsinu í Varmahlíð kl. 16. Miðaverð kr. 4000 til 12. apríl en 5000 eftir það. Forsala í Kaupþing banka á Sauðárkróki, Hofsósi og Varmahlíð. Aðrar minni sýningar með píanói verða á Egilsstöðum 31. mars, í Glerárkirkju Akureyri 2. maí, Blönduóskirkju 9. maí og DUUS húsum Reykjanesbæ 13. maí. Miðaverð á þessar minni sýningar er 2.000.
Alexandra syngur sjálf hlutverk Violettu Valéry, Ari Jóhann Sigurðsson fer með hlutverk Alfredos og Þórhallur Barðason, söngkennari á Blönduósi syngur Giorgio Germont.
Hljómsveitarstjóri Guðmundur Óli Gunnarsson. Leikstjóri Guðrún Ásmundsdóttir.
Libiamo – Alexandra og Ari Jóhann