Nýstofnaður kvennakór við Háskóla Íslands ásamt fjölmörgum einsöngvurum úr röðum kórsins fer á "Heimshornaflakk og heim með Jónasi".
Kvennakórinn mun flytja lög frá ýmsum heimshornum og "Jónasarlög" eftir Atla Heimi Sveinsson, sem öll eru samin við ljóð Jónasar Hallgrímssonar.
Kórinn flytur m.a. Ferðalok, Ástkæra ylhýra málið, Söknuð og Úr Hulduljóðum, og vill þannig minnast 200 ára afmælis Jónasar Hallgrímssonar.
Kórinn skipa 30 stúlkur og einsöngvarar úr röðum kórsins eru: Berglind Ósk Ásbjörnsdóttir, Bryndís Erlingsdóttir, Erna Karen Óskarsdóttir, Hlíf Böðvarsdóttir og Kristrún Elsa Harðardóttir. Píanó: Sólveig Anna Jónsdóttir, fiðla: Gróa Margrét Valdimarsdóttir, klarinett: María Konráðsdóttir, selló: Þorbjörg Daphne Hall. Stjórnandi: Margrét Bóasdóttir
Aðgangseyrir er kr. 1.500 – en aðeins 700 kr. fyrir stúdenta Háskóla Íslands!!
Ellilífeyrisþegar greiða kr. 1000. Frítt fyrir börn.