Kristján Jóhannsson, Rósalind Gísladóttir og Anton Þór Sigurðsson verða með tónleika í Grindavíkurkirkju sunnudaginn 3.apríl kl. 20:00. Efnisskráin er mjög fjölbreytt, m.a. lög eftir: Sigvalda Kaldalóns, Karl O. Runólfsson, Gershwin, F.Chopin, Ernesto di Curtis, Mozart, Rossini og fleiri. Miðar eru seldir við innganginn og kostar aðeins 1000 kr. inn. Tónleikarnir eru liður í menningarviku Grindavíkurbæjar sem hefst þann 2. apríl og stendur í viku.
Hér er linkur á síðu Grindavíkurbæjar með nánari upplýsingum um tónleikana.