Kristinn Sigmundsson heldur hádegisfyrirlestur við tónlistardeild LHÍ í Sölvhóli föstudaginn 2. mars kl. 12-12:45. Kristinn Sigmundsson óperusöngvari hefur haft söng að aðalstarfi í nær þrjátíu ár. Hann fjallar um feril sinn og áhrifavalda.
Auk þess mun hann ræða um starf söngvara og mikilvæg atriði í sambandi við undirbúning söngnemenda fyrir starfið.
Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir.
Næstu hádegisfyrirlestarar deildarinnar:
16. mars Greta Salóme Stefánsdóttir
23. mars Magnús Jensson
30. mars Svanlaug Jóhannsdóttir
13. apríl Hafdís Bjarnadóttir