Kristín R. Sigurðardóttir í Hjallakirkju sunn. 14. feb. kl. 17

 Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir sópran og Jón Ólafur Sigurðsson, organisti flytja þrjár dísætar og rómantískar perlur: O Jesu mi dulcissime eftir Pierbattista da Falconara, Salve Regina eftir Noris Businaro og Parvula, dormi, Maria, sem er ljóð frá 12. öld en tónskáldið er óþekkt á tónleikum í Hjallakirkju sunnudaginn 14. febrúar kl. 17. Einnig þrjá andlega konserta fyrir söngrödd og orgel eftir Heinrich Schütz. Þá syngur Kristín Laudamus te úr c-moll messu Mozarts.