Brot úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar og fleiri sálmar eftir hann verða fluttir í Laugarneskirkju mánudaginn 6 apríl kl. 21:00. Flytjendur eru Kirstín Erna Blöndal söngkona, Gunnar Gunnarsson organisti og Matthías Hemstock sem leikur á slagverk. Sálmalögin eru bæði gömul og ný en flutt verða lög eftir m. a. Sigurð Sævarsson, Tryggva Baldvinsson, Smára Ólafsson og Kirstínu Ernu Blöndal.
Hér er á ferð óvenjuleg og spennandi samsetning raddar og hljóðfæra á sálmalögum við texta Hallgríms.
Án efa eiga margir í fórum sínum passíusálmana og er fólk hvatt til að mæta með þá með sér.