Kári Friðriksson tenór og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari munu ferðast um landið vítt og breitt í júlí með tónleikadagskrá. Nína Margrét mun spila glæsilegt píanóprógramm, en auk þess flytja þau nokkur íslensk lög eftir Kára sjálfan og Kaldalóns. Einnig aríurnar:
Che gelida manina (eitt háa C), O sole mio (hækkað, upp á háa C), Pour mon ame (níu háu C), La donne è mobile (upp á Cís í kadensu).
Tónleikarnir verða sem hér segir:
Sauðárkrókskirkja 13. júlí, Þórshafnarkirkja 14. júlí, Húsavíkurkirkja 15. júlí, Dalvíkurkirkja 16. júlí, Víðistaðakirkja 20. júlí, Hólmavíkurkirkja 21. júlí og Tónlistarskóli Akraness 22. júlí. Allir tónleikarnir hefjast kl. 20:00, aðgangseyrir er kr. 2000 og mun hluti hans renna til góðgerðarmála á hverjum tónleikastað.“
Frekari upplýsingar eru hjá Kára í síma 691 0665
Ella mi fu rapita úr Rigoletto með Kára Friðrikssyni.