1.-4. október (fimmtudag til sunnudags) heldur Jón Þorsteinsson söngnámskeið í Skálholtsskóla. Jón kennir nú í Utrecht í Hollandi. Hann styðst við Lichtenberger aðferðina sem þróuð hefur verið í Lichtenberg í Þýskalandi. Aðferðin gengur út á algjöra og eðlislæga þróun raddarinnar sem hljóms og aðgreiningu hljóms og tóns án þess að utanaðkomandi truflun hafi of mikil áhrif. Kennsla fer fram í hóptímum, með fyrirlestrum og þjálfun. Nánari upplýsingar og skráning á vefnum skalholt.is