Jólasálmar í Seltjarnarneskirkju fimmt. 30. des. kl. 20

 Bragi Jónsson, bassi, Elfa Dröfn Stefánsdóttir, mezzósópran, Halldór Unnar Ómarsson, tenór, Ragnheiður Lilja Óladóttir, sópran og
Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, sópran, flytja sálma og þekkt jólalög við píanóleik Ingileifar Bryndísar Þórsdóttur, og flautuleik Bjargar Brjánsdóttur, fimmtudaginn 30. desember kl. 20 í Seltjarnarneskirkju.

Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Sigvalda Kaldalóns, Adolphe Adam, Max Reger, César Franck, Mozart o.fl.

Aðgangur ókeypis, kakó, konfekt og piparkökur í eftirrétt 🙂 og allir velkomnir!