Jóla og áramótakveðjur

Við sendum öllum félagsmönnum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á
nýju ári og þökkum góðar samverustundir á árinu sem er að líða.

Starfið okkar á nýju ári hefst laugardaginn 14. janúar með
fræðslufundi Prof. Normu Enns, fráfarandi formanns evta,
evrópusambands söngkennara sem hefur starfað við tónlistarháskólann í
Hannover um árabil. Norma kemur til Íslands sem styrkþegi Erasmus
prógrammsins og dvelur í Reyjavík í eina viku. Fyrirlesturinn verður
haldinn í Söngskólanum í Reykjavík og er umfjöllunarefnið notkun
nýjustu tækni í söngkennslu, bæði í kennslustofunni og í fjarkennslu.
Við höfum ákveðið að breyta tíma fræðslufundarins til að koma til móts
við félagsmenn sem eru uppteknir við kennslu eða kórstörf fyrir hádegi
á laugardögum og byrja kl. 13.00. Að fræðslufundi loknum höfum við
samverustund og veglegar veitingar.
Dagrún, Viðar, Hlín, Ingveldur Ýr og Ólöf.