Ágúst Ólafsson, Bergþór Pálsson, Eyjólfur Eyjólfsson, Gunnar Guðbjörnsson, Hallveig Rúnarsdóttir og Jóhanna Ósk Valsdóttir verða einsöngvarar á tónleikum Kammerkórs Áskirkju, þar sem Jóhannesarpassían eftir Johann Sebastian Bach verður flutt, á skírdag 5. apríl og föstudaginn langa, 6. apríl, kl. 17 báða dagana í Fossvogskirkju.
Jóhannesarpassían er fyrsta stóra verkefni Kammerkórs Áskirkju, en kórinn er að mestu skipaður einsöngvurum og varð frægur fyrir dæmalaust innilegan, tjáningarríkan en þó látlausan disk sinn, “Það er óskaland íslenskt”.
Stjórnandi: Kári Þormar. Miðaverð kr. 3.000. Forsala er hjá 12 Tónum, kirkjuverði í Áskirkju og kórfélögum.