Jóhannesarpassía í Langholtskirkju 2. apríl kl. 20

Ungir einsöngvarar úr Kór Langholtskirkju flytja upphafs- og lokakórinn, Lasset uns den nicht zerteilen, Durch dein Gefängnis og allar aríurnar.úr Jóhannesarpassíuna eftir J.S. Bach á föstudaginn langa kl. 20. Þau hafa fengið Þorbjörn Rúnarsson, tenór til liðs við sig, en einsöngvararnir úr kórnum eru þau María Vigdís Kjartansdóttir sópran, Vala Sigríður Guðmundsd. Yates sópran, Arnheiður Eiríksdóttir alt, Lilja Dögg Gunnarsdóttir alt, Andri Björn Róbertsson bassi og Magnús Guðmundsson bassi.

Fluttar verða útleggingar Bachs á píslarsögunni í kórum og aríum. Píslarsaga Jóhannesarguðspjallsins er lesin af Ingvari E. Sigurðssyni, leikara og hugleiðingar J.S. Bach fluttar á þeim stöðum sem við á.
Strengjakvartett leikur með en hann skipa Eygló Dóra Davíðsdóttir, fiðla, Ingrid Karlsdóttir, fiðla, Viktor Orri Árnason, víóla og Þorgerður Edda Hall, selló auk Tómasar Guðna Eggertssonar, organista.

Stjórnandi er Jón Stefánsson.

Almennt verð: 2.500 kr
Listafélagar: 2.000 kr
Miðasala verður við innganginn<