Sjöttu hádegistónleikar Óp-hópsins í Íslensku óperunni í vetur verða þriðjudaginn 23. mars kl. 12.15. Fram koma allir meðlimir hópsins, en sérstakur gestur á tónleikunum verður Jóhann Smári Sævarsson bassasöngvari, sem nýverið hlaut afar góðar viðtökur fyrir flutning sinn á Vetrarferð Schuberts ásamt Kurt Kopecky. Á efnisskránni að þessu sinni eru m.a. aríur, dúettar og kvartettar úr Fidelio eftir Beethoven og Verdi-óperunum La traviata, Grímudansleik og Don Carlo.
Miðaverð er aðeins 1.000 kr. og taka tónleikarnir um 40 mínútur í flutningi. Gestir geta keypt samlokur, sælgæti og drykki í anddyri Íslensku óperunnar fyrir og eftir tónleikana.