Eins og margir vita fagnar Salurinn 10 ára starfsamæli á árinu og til þess að fagna því verður 6 tónleika röð á fimmtudagseftirmiðdögum kl. 17:30 – frá 27. ágúst til 1. október. Jónas Ingimundarson fær til sín söngvara í fremstu röð og kynnir íslenskar einsöngsperlur. Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands, flytur stuttan pistil um tilurð laganna og sýndar verða ljósmyndir af íslenskum listaverkum úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur sem varðveitt eru í Gerðarsafni. Einstakt tækifæri fyrir söngelska til að kynna sér þjóðararfinn og njóta hvers einasta tóns.
Eftirtaldir gestir koma fram:
Þóra Einarsdóttir 27. ágúst
Auður Gunnarsdóttir 3. september
Gunnar Guðbjörnsson 10. september
Jón Svavar Jósefsson 17. september
Sesselja Kristjánsdóttir 24. september
Gissur Páll Gissurarson 1. október
Dagskráin stendur yfir í tæpan klukkutíma og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Aðgangur er ókeypis.Jón Svavar Jósefsson