Ingibjörg Guðjónsdóttir og Snorri Wium verða einsöngvarar í nýju íslensku tónverki eftir Tryggva M. Baldvinsson, 'Heimsljós – íslensk sálumessa' (við texta úr Heimsljósi e. Laxness) á 50 ára afmælistónleikum söngsveitarinnar Fílharmóníu 9. og 11. maí, kl. 20, í Langholtskirkju. Þá verða einnig fluttir valdir kaflar úr nokkrum þeim stóru verkum sem kórinn hefur flutt á liðnum árum, m.a. úr Carmina Burana, Þýsku sálumessu Brahms, Messias eftir Handel og verkum eftir Mozart, Haydn og Bach. Sif Tulinius er konsertmeistari 30 manna hljómsveitar og Magnús Ragnarsson stjórnar tónleikunum.
Miðar fást í versluninni 12 Tónum, hjá kórfélögum og við innganginn. Miðaverð er 3500 kr.