Í dag verður flutt Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands við tónverk eftir Karólínu Eiríksdóttur. Kammerkórinn Hymnodia frá Akureyri, og einsöngvararnir Ingibjörg Guðjónsdóttir og Bergþór Pálsson ásamt hljóðfæraleikurum flytja. Tónleikarnir verða í Hafnarborg kl. 15.
Á eftir verður sýnt vídeóverk sem Ólafur og Libia Castro hafa gert úr flutningnum til að sýna á Feneyjatvíæringnum í sumar. Stjórnarskrá Íslands mun sem sagt rúlla upp á vegg í Feneyjum í hálft ár.