Hugi Jónsson í Salnum laugardaginn 21. apríl kl. 17

Hugi Jónsson baritón og Bjarni Jónatansson píanóleikari halda einsöngstónleika laugardaginn 21. apríl kl. 17 í Salnum í Kópavogi. Tónleikarnir eru liður í burtfararprófi Huga frá Nýja Tónlistarskólanum, en þar er hann nemandi Alinu Dubik.

Á efnisskránni eru sönglög eftir Henri Duparc og þekktar óperuaríur.