Vakin er athygli á hljóðfæra- og söngnámskeið, sem haldið verður í húsakynnum LHÍ við Sölvhólsgötu þann 18. og 19. febrúar, 2012.
Námskeiðið er liður í kynningarstarfsemi háskólans. Kennslan fer fram í hóptímum og er nemendum á framhaldsstigi boðin þátttaka, sér að kostnaðarlausu. Einnig munu nemendur LHÍ halda tónleika fyrir þátttakendur og Halldór Haraldsson píanóleikari mun halda fyrirlestur um Franz Liszt.
Fagstjórar og kennarar LHÍ munu sjá um kennsluna og er þeim nemendum, sem hug hafa á þátttöku, bent á að skrá sig með því að senda nafn, tölvupóst og þau verkefni sem þau vilja vinna á námskeiðinu til Sóleyjar, soleybjort@lhi.is fyrir 13. Febrúar, 2012.
Nánari upplýsingar:
Kynningarhelgi LHÍ 18.-19.febrúar 2012
Masterklassar í fiðlu, selló, gítar, flautu, klarinett, píanó og söng.
Fyrirlestur um Franz Liszt.
Laugardagur 18.febrúar 2012
Kl.10.00 Kynning í Sölvhóli – Elísabet Erlingsdóttir
Kl.10.15 -12.30
Sölvhóll – söngur
Flyglasal – píanó
Vestri – selló
Kl.12.30-13.15 – Pizza, gos, kaffi
Kl.13.15- 16.00
Sölvhóll – píanó
Flyglasal – söngur
Vestri – fiðla
Austri – klarinett
Grænasal – flauta
Stofa 533 – gítar
Sunnudagur 19.febr.2012
Kl.12.30 -14.45
Sölvhóll – píanó
Flyglasal – söngur
Kl.14.45 – 15.00 – Kaffi
Kl.15.00-16.00 Tónleikar nemenda LHÍ
Kl.16.00 -17.15
Sölvhóll – Fyrirlestur Halldórs Haraldssonar um Franz Liszt