Tvennir tónleikar á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík verða haldnir í Þjóðmenningarhúsinu, sunnudagana 7. nóvember og 14. nóvember. Tónleikarnir hefjast kl. 16 báða dagana. Á tónleikunum 7. nóv. eru verkin á fyrri tónleikunum eftir tónskáld sem voru virk sem kennarar og/eða nemendur við Tónlistarskólann á árunum 1930-1970, en þá syngur Þórunn Guðmundsdóttir sönglög eftir Jón Ásgeirsson og Hlín Pétursdóttir sönglög eftir Árna Björnsson. Tónleikarnir 14. nóv. tengjast svo árunum 1970-2010, en þá syngur Hlín lög eftir Gunnstein Ólafsson.
Kynnir á tónleikunum verður Arndís Björk Ásgeirsdóttir og mun hún kynna verkin á efnisskránni og stikla á stóru í sögu skólans.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.