Fimmtudagskvöldið 21. maí heldur Hjalti Eyþór Vilhjálmsson, tenór vortónleika við undirleik Julians Hewlett, í Þjóðleikhúskjallaranum. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00.
Á efnisskránni verða m.a. verk eftir Ragmanínoff, Schubert, Tsjækovskí og Verdi, að ógleymdum völdum, íslenskum sönglögum.
Aðgangseyrir er 1.000 kr. Miðasala í anddyri fyrir tónleikana.