Helena Döse með námskeið í Kungälv 3.-10. ágúst

 Hin sænska "Hovsångerska" Helena Döse Gross, mun halda masterclass í Svíþjóð, nánar tiltekið Kungälv, 3.-10. ágúst 2008.  Í þetta skiptið verður David Jones meðal kennara, ásamt þeim Helenu , Anitu Åstrand, Ylvu Holmstrand og Lisu Fröberg og píanóleikaranum Ulrich Stærk. Um námskeiðið má lesa hér: Master Class 2008 og þar er líka hægt að sækja um á eyðublaði neðarlega á síðunni. Helena hefur sérstakan áhuga á að fá íslenska söngvara á námskeiðið.



Kostnaður er 8,000 sænskar krónur, innifalið 6 kennsludagar, 7 gistinætur og fullt fæði. 

 Umsóknarfrestur er til 31. maí. Eiginmaður Helenu er umboðsmaður, – Dietrich Eberhard Gross Künstleragentur – (m.a. Kolbeins Ketilssonar) Herbjörn Þórðarson hefur tekið þátt herbjorn@gmail.com