Hanna Þóra bæjarlistamaður Akraness

 Við athöfn í Listamiðstöðinni Kirkjuhvoli 18. janúar var Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópransöngkona tilnefnd bæjarlistamaður Akraness árið 2011.

Gunnhildur Björnsdóttir  tilkynnti tilnefninguna fyrir hönd Akranesbæjar. Hanna Þóra flutti stutt síðan ávarp. Hún sagði mikinn heiður og hvatningu að vera útnefnd bæjarlistamaður. „Ég mun ótrauð halda áfram og ég á mér bæði litla og stóra drauma. Ég hef alltaf sett mér raunhæf markmið sem ég hef unnið að. Framíðin mun svo leiða mig áfram á þann stað sem mér er ætlaður. Ég trúi því að öll mín vinna tengd söngnum muni ávallt nýtast mér vel í hverju sem ég tek mér fyrir hendur. Fyrir mér eru það forréttindi að syngja þó leiðin upp á við sé stundum erfið. Það er skemmtilegur tími framundan hjá mér eins og alltaf. Ég er full tilhlökkunar,“ sagði nýr bæjarlistamaður Akraness meðal annars í ávarpi sínu.