Hallveig í Neskirkju þri. 22. des. kl. 21

 Þriðjudaginn 22. desember kl. 21 halda Hallveig Rúnarsdóttir og Steingrímur Þórhallsson orgelleikari kyrrðar- og íhugunartónleika í Neskirkju. Tilgangur tónleikana er að „hafa stund fyrir fólk til að setjast niður við kertaljós og fallega tónlist til að leitast við að finna hinn sanna anda jólanna í hinum mikla hraða og hávaða sem einkennir vestrænt jólahald nú á dögum.“ Boðið verður upp á blöndu af íslenskum jóla- og aðventulögum kryddað með Maríutónlist og aríum eftir Händel. Aðgangur ókeypis, en frjáls framlög sem berast munu renna óskipt til Fjölskylduhjálpar og Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.