Föstudaginn 15. október kl. 20 halda Gunnar Guðbjörnsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson og Jónas Ingimundarson tónleika í Salnum með lögum Árna Thorsteinsonar. en þann dag verða 140 ár liðin frá fæðingu tónskáldsins. Á efnisskrá verða lög eins og Rósin, Enn ertu fögur sem forðum, Nótt, Fífilbrekka gróin grund, Þess bera menn sár, Vorgyðjan kemur og Þar sem háir hólar. Nýlega hafa fundist ÁÐUR ÓÞEKKT lög eftir Árna og verða þau frumflutt á tónleikunum.