Guðrún Jóhanna í Salnum lau. 20. mars kl. 17

 Á Tíbrártónleikum laugardaginn 20. mars kl. 17 í Salnum flytja þær Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir messósópran og Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari lög eftir spænsku meistararana, Fernando J. Obradors (1897-1945) – Canciones clásicas españolas, Xavier Montsalvatge (1912-2002) – Cinco canciones negras, Enrique Granados (1867-1916) – La maja dolorosa og Manuel de Falla (1876-1946) – Siete canciones populares españolas.

Tónleikarnir eru helgaðir minningu söngkennara Guðrúnar Jóhönnu, Rutar Magnússon, heiðursfélaga Félags íslenskra söngkennara.