Guðrún Jóhanna í Gerðubergi sunn. 16. maí kl. 14

 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir flytur ljóð úr bókinni Grannmeti og átvextir eftir Þórarin Eldjárn við lög Hauks Tómassonar ásamt Caput hópnum sunnudaginn 16. maí kl. 14 í Gerðubergi. Aðrir flytjendur eru: Kolbeinn Bjarnason á flautu, Eiríkur Örn Pálsson á trompet, Zbigniew Dubik á fiðlu, Siguður Halldórsson á selló og Snorri Sigfús Birgisson á píanó. Stjórnandi er Guðni Franzson.

Upptaka á ljóðunum var gerð í Salnum í Kópavogi árið 2009 og er stefnt að því að diskurinn komi út á næstu dögum. Aðgangur á tónleikana er ókeypis.