Guðrún Edda Gunnarsdóttir alt og Bragi Bergþórsson tenór verða einsöngvarar í fjórðu sinfóníu Alfreds Schnittke í Hallgrímskirkju á annan í páskum kl. 20, ásamt tuttugu hljóðfæraleikurum úr Kammersveitinni Ísafold og Schola cantorum. Stjórnandi Daníel Bjarnason.
Sinfónían, sem er samin árið 1984 er mjög trúarleg og sameinar laglínur frá fjórum kirkjudeildum: Gyðingum, rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni, mótmælendum og kaþólikkum.
Miðaverð er 3.000 kr.