Glápt og hlerað á Söngvaraballinu 2007

 Söngvaraballið 2007 í Íslensku óperunni var öllum til sóma sem að því komu. Síðu kjólarnir vöktu sérstaka athygli fyrir glæsileika og litagleði í ár!  Albert tók nokkrar myndir og fleiri sem má smella á hér að neðan.
Skemmtiatriði voru fjölbreytt. Kurt Kopecky stóð í ströngu við hljóðfærið, en meðal söngvara sem sungu með honum voru: Veislustjórinn sjálfur, Davíð Ólafsson, Bjarni Thor Kristinsson, Þorsteinn Helgi Árbjörnsson, Ágúst Ólafsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Sigríður Aðalsteinsdóttir, Sesselja Kristjánsdóttir, Stefán Stefánsson, Hrólfur Sæmundsson, Hallveig Rúnarsdóttir, Jón Leifsson, Gréta Hergils, Egill Árni Pálsson, Anna Sigríður Helgadóttir, hópur stráka úr Söngskólanum, Sibylle Köll, Valgerður Guðnadóttir og margir fleiri. Guðmundur Ólafsson og Sigursveinn Magnússon fluttu svo atriði úr Tenórnum.

 

 Sigurður Björnsson og Sieglinde Kahmann voru heiðursgestir og hélt Sigurður hátíðarræðu þar sem hann sagði frá ferli þeirra hjóna. Einnig var sýnd upptaka úr Sjónvarpinu þar sem þau sungu dúett úr Don Pasquale.
Dans var svo stiginn fram eftir nóttu við undirleik salonhljómsveitarinnar Sardas. Er óhætt að segja að þetta ball sé algjörlega einstakt í sinni röð. Hin annars tilbreytingarlausa og einsleita skemmtanaflóra höfuðborgarinnar getur á engan hátt keppt við þetta ball: Þarna er fólk af öllum aldri, hvergi eru skemmtiatriði eins vegleg, dömurnar fá tækifæri til að nota síðu kjólana sína sem setur sérstakt hátíðaryfirbragð á tilstandið og svo mætti lengi telja. Skenntlett.  

 

 

 

Fleiri myndir frá Albert