Gissur Páll Gissurarson, tenór og Nathalía Druzin Halldórsdóttir, messósópran verða einsöngvarar á síðustu tónleikum raðarinnar „Klassík í hádeginu í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi“, föstudaginn 30. apríl kl. 12.15 og sunnudaginn 2. maí kl. 13.15. Með þeim leikur listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar, Nína Margrét Grímsdóttir.
Á efnisskránni eru aríur, ljóð og rússnesk sönglög eftir Tsjajkovskí, Ragmanínov, Sjastakovitsj, Glinka, Liszt, Verdi, Massenet, Tosti, Meyerbeer og Lehár.
Aðgangur ókeypis, en í kaffihúsinu, sem rekið er af Gallerý fiski, er hægt að fá ljúffengan hádegisverð, kaffi og með því.