Gerður Bolladóttir í Þjóðminjasafninu sunn. 29. apríl kl. 15

Gerður Bolladóttir sópransöngkona, Hlín Erlendsdóttir fiðluleikari og Sophie Schoonjans hörpuleikari flytja nýjar útsetningar Önnu S. Þorvaldsdóttur á íslenskum trúarlegum þjóðlögum og eldri útsetningar eftir Ferdinand Reuter á veraldlegum þjóðlögum á tónleikum í Þjóðminjasafninu sunnudaginn 29. apríl kl. 15. Lögin eru af diski sem kom út sl. haust, „Fagurt er í fjörðum“.