Garðar Cortes og Robert Sund halda tónleika með klassískum dægurperlum á Kjarvalsstöðum sunnudag 26. júlí kl. 16. Garðar Thór Cortes mun „eitt andartak ljá þeim lið“.
Þeir flytja perlur eins og: „Little green apples“ – „What are you doing the rest of your life“ – „Autumn Leaves“ – „He never said a mumblin word“ – „Oh, graveyard“ – „Joshua fit de battle of Jerico“ …
Garðar, þekkja menn m.a. sem óperusöngvara, kórstjóra, hljómsveitarstjóra, söngkennara, skólastjóra,
Robert, m.a. sem píanóleikara, kórstjóra, hljómsveitarstjóra, tónskáld og útsetjara.
En þeir eiga sér leyndarmál – leyndarmál sem er reyndar ekki mikil leynd yfir !
Þegar þeir hittast af og til, hér og hvar í heiminum, til að vinna saman að klassískum tónlistarverkefnum,
næla þeir sér yfirleitt í tíma aflögu til að músísera á léttari nótum;
klassískar dægurperlur, evergreen söNglög, negrasálma, söngleikjatónlist …
Þetta finnst þeim toppurinn á tilverunni, þar sem þeir í einrúmi geta sett í léttari gír,
án þess að særa sómatilfinningu "alvöru" klassískra tónlistarunnenda
og halda því tónleika og vona að "klassíkerarnir" komi og sannfærist um að slík músík er líka músík!!
Fer bara eftir hver framreiðir og hvernig.
Þeir flytja perlur eins og: “Little green apples” – “What are you doing the rest of your life” – “Autumn Leaves”
“He never said a mumblin´ word” – “Oh, graveyard” – “Joshua fit de battle of Jerico” …
Og svona til að gera stundina enn vænlegri og meira aðlaðandi mun
Garðar Thór staldra við minnsta kosti eitt andartak og létta þeim lífið!
Sem sagt:
TÓNLEIKAR GARÐARS OG ROBERT, GEGN VÆGU GJALDI,
AÐ KJARVALSSTÖÐUM SUNNUDAGINN 26. JÚLÍ KL 16.