Galakvöld Óperukórs Hafnarfjarðar síðasta vetrardag

Galakvöldið verður haldið í Gullhömrum síðasta vetrardag 19. apríl og hefst kl. 19.  Fram koma m.a. Elín Ósk, Jóhann Friðgeir og Salonhljómsveit Sigurðar I. Snorrasonar.  Veislustjóri Örn Árnason.

Forsala er í Bókasafni Hafnarfjarðar, Bókasafni Kópavogs, Tónastöðinni í Skipholti og Listhár í Listhúsinu í Laugardal.  Einnig er hægt að panta miða hjá Björg Karitas odin@simnet.is eða í síma 437-1667.

Miðaverð er kr.6,000, en kr. 5,500 ef 10 manns eða fleiri eru í hóp. 

Frá Óperukór Hafnarfjarðar:

Glæsilegasta Galakvöld ársinns verður haldið í Gullhömrum  “síðasta vetrardag” 19. apríl nk. kl.19.00

Fram koma söngvararnir  Elín Ósk Óskarsdóttir og Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Óperukór Hafnarfjarðar, Peter Máté píanóleikari, Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistara, Salonhljómsveit Sigurðar Snorrasonar, marglofað Tríó úr Óperukór Hafnarfjarðar, dansarar úr íþróttafélagi  Hafnarfjarðar, margverðlaunuð pör innanlands sem erlendis, ásamt veislustjóranum, leikaranum og söngvararnum þjóðþekkta Erni Árnasyni.

Heiðursgestur köldsins er enginn annar en hr. Árni M. Mathiesen  fjármálaráðherra og frú.

Fordrykkur,  þriggja rétta kvöldverður að glæsilegum hætti hússins og að sjálfsögðu verður svifið um í Vínar- og samkvæmisdönsum til hálftvö um nóttina við undirleik Salonhljómsveitar Sigurðar Snorrasonar.

Happdrætti að hætti óperukórsins og vinningar glæsilegir…… Einnig má sjá heimasíðu kórsins www.óperukór.is.