Fyrirsöngur hjá Íslensku óperunni 11.apríl 2016
Það hefur varla farið fram hjá nokkrum manni að Íslenska óperan frumsýndi Don Giovanni á dögunum, enda hefur óperan reynt að ná til fólks með mikilli auglýsingaherferð.
Í framhaldi af frumsýningunni hefur óperan auglýst opinn fyrirsöng. Það er auðvitað mjög ánægjulegt að nýr óperustjóri vilji hlusta á íslenska söngvara til þess að sjá hve úrvalið er mikið af frábærum söngvurum, sem við getum státað af m.a. vegna starfa okkar félagsmanna.
Umsækjendur þurfa að skila inn skriflegri umsókn ásamt mynd og upptöku fyrir 31.mars 2016 Vinsamlegast sendið umsóknina á opera@opera.is
Boðað verður í fyrirsönginn stuttu eftir umsóknarfrestinn og verður þá gefin upp nánari tíma- og staðsetning fyrir hvern söngvara. Píanóleikari er á vegum Íslensku óperunnar og skal nótum skilað til hans amk viku fyrr.