Frédérique Friess sópran syngur á tónleikum í Norræna húsinu sunnudaginn 10. apríl kl. 15.15. Hún var tilnefnd sem tilnefnd bjartasta vonin af ungum söngvurum í óperutímaritinu Opernwelt 2003. Ásamt Frédérique koma fram Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari.
Tónleikarnir eru tileinkaðir minningu Sigursveins D. Kristinssonar á 100 ára afmæli hans en einnig verða flutt verk eftir Nadia Boulanger, Robert Schumann, Franci…s Poulenc, Franz Schubert, Charles Gounod, Erik Satie og Claude Debussy.
Á tónleikunum er í öndvegi verk Sigursveins D. Kristinssonar, Romanza fyrir selló og píanó en Sigursveinn hefði orðið 100 ára þann 24. apríl nk. Yfirskriftin, "Byrjun sólmánaðar, skollaskálin alhvít og skútudalurinn.." er tilvitnun í grein sem hann ritaði árið 1959 þegar hann lagði grunn að félagi fatlaðra en Sigursveinn var fremstur í flokki stofnenda Sjálfsbjargar ásamt því að vera tónskáld og uppeldisfrömuður í tónlist. Romanza er eina verkið sem Sigursveinn samdi fyrir selló en hann er þekktastur fyrir söngljóð sín.
Söngkonan Frédérique Friess er fædd í Strassbourg á mörkum landamæra Þýskalands og Frakklands og mun á þessum tónleikum túlka ljóð frá þessum tveimur löndum. Þar stendur upp úr Widmung op. 24 eftir Robert Schumann og Apres un Réve eftir Gabriel Fauré en á tónleikunum má heyra úrval söngljóða sem lýsa ólíkum stílum franska ljóðsins.
Aðgangur 1500 krónur, en 750 fyrir aldraða. öryrkja og námsmenn.