Ingveldur Ýr Jónsdóttir kynnti æfingadiska sína á fræðslufundi FÍS 30. jan. sl. Þeir komu þannig til að nemendur hennar kvörtuðu yfir því að þeir kynnu ekki að æfa sig. Þess vegna útbjó hún disk, „Lærðu að syngja“ með útskýringum og grunnæfingum, öndun og sérhljóðum. Fyrir þá sem lengra voru komnir, gaf hún út „Lærðu að syngja meira“, þar sem æfingar eru meira krefjandi, meiri hreyfing og meiri hæð. Þá gaf hún út diskinn „Talrödd“ þar sem hún notar sinn leiklistarbakgrunn, með framsagnaræfingum. Diskarnir fást í Eymundsson, Austurstræti og Tónastöðinni, einnig er hægt að panta þá á ingveldur@gmail.com