Föstudaginn 21.apríl 2006, kl. 19.30 og laugardaginn 22 apríl kl. 17.00 mun Elín Ósk Óskarsdóttir syngja margar af stóraríum óperubókmenntana á tónleikum undir stjórn góðvinar okkar Petri Sakari. Leiðir þeirra Ellu og Petris lágu síðast saman í Macbeth, þar sem Ella fór algjörlega á kostum í hlutverki Frú Makbeð, enda var hún tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir það hlutverk sem flytjandi ársins.
Af dagskránni má nefna skinkur úr La Wally (Ebben? N'andrò lontana), Macbeth (Ambizioso spirto), Normu (Casta Diva), Trovatore (Timor di me), og svo spreytir hún sig í fyrsta skipti á hinni klikkuðu aríu Turandot "In questa reggia". Alvöru lirico-spinto veisla! Sjáumst! Kaupa miða