Elín Ósk, Jóhann Friðgeir og Hörn í ÍÓ föst. 5. mars kl. 20

Föstudaginn 5. mars kl. 20 halda Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór, og Hörn Hrafnsdóttir, messósópran, tónleika í Íslensku óperunni, þar sem þau flytja valda kafla úr  Aidu eftir Giuseppe Verdi. Tekinn er fyrir ástarþríhyrningur aðalsöguhetjanna í óperunni; elskendanna Aidu, Radamesar og Amnerisar, og verða fluttar þekktustu aríur og samsöngvar óperunnar, s.s. eins og Celeste Aida og Ritorna vincitor og dúettinn O terra, addio.

Píanóleikari er Antonía Hevesi.