Elín Ósk Óskarsdóttir sópransöngkona heldur tónleika í Hafnarborg miðvikudaginn 3. júní kl. 20 ásamt Jónasi Þóri píanóleikara.
Á efnisskránni eru aríur, söngleikjatónlist, innlend og erlend dægurlög um ástina og kærleikann. Elín ætlar því að sýna á sér nýja hlið og fræða tónleikagesti jafnframt um mismunandi stíl tónlistarinnar sem hún flytur.
Aðgangseyrir kr. 2.000.