Einar Clausen og Hafsteinn Þórólfsson verða einsöngvarar í hinni vinsælu suður-amerísku messu Misa Criolla, eftir argentínska tónskáldið Ariel Ramirez, sem er byggð á þjóðlegri tónlistararfi álfunnar, á tónleikum Söngsveitarinnar Fílharmóníu í Seltjarnarneskirkju helgina 10. og 11. október sem hefjast kl. 16 báða daga. Einnig verður flutt vegar fjölmenningarmessa eftir sænsk-úrúgvæska tónskáldið Yamandú Pontvik. Sex manna ryþmahljómsveit leikur með kórnum, en tónleikunum stjórnar Magnús Ragnarsson.
Miðar fást í forsölu hjá kórfélögum og í versluninni 12 tónum á Skólavörðustíg.