Dúlcineurnar þær Guðrún Ingimarsdóttir, sópran, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó og Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla koma fram tónleikum Listafélags Langholtskirkju, sunnudagskvöldið 17. október kl. 20. Á efnisskránni eru verk þar sem þær koma fram allar saman eða tvær og tvær. Aría úr Brúðkaupskantötu eftir Bach, sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Handel, svíta fyrir söngrödd og fiðlu eftir Villa Lobos, konsertaríur eftir Mozart og Melody op. 42 eftir Tsjækofskí eru meðal verkanna. Listakonurnar hafa um árabil verið í fremstu röð íslenskra tónlistarmanna og hafa starfað saman við ýmis tækifæri.
Verð til listafélaga er kr. 2000, almennt verð kr. 2.500