Nemendaópera Söngskólans í Reykjavík setur á svið óperusamsuðuna Don Djammstaff í samstarfi við Íslensku Óperuna, fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20 og laugardaginn 6. febrúar kl. 14 í Íslensku óperunni.
31 söngnemandi: 23 stúlkur, 8 strákar syngja og leika sem menn, vampírur, verndarenglar og nornir í 17 atriðum úr 14 óperum eftir 9 tónskáld á 4 tungumálum.
Ævintýri um vampíruna Don Giamstaff og ást hans á hinni mennsku Paminu. Hann setur allt í uppnám til þess að vera með henni. Saga um hefndarleik kvenna og vald örlaganna. Tónlistin kemur úr eftirfarandi óperum: Töfraflautunni / Mozart, Carmen / Bizet, Falstaff / Verdi, Tannhäuser / Wagner, Évgení Ónégin / Tsjajkovskí, Kátu konunum frá Windsor / Nicolai, Valkyrjunni / Wagner, Alcina/ Händel, La Traviata / Verdi, La Bohème / Puccini, Valdi örlaganna / Verdi, Fedora / Giordano, Don Giovanni / Mozart og Nabucco / Verdi
Hægt er að kaupa miða í miðasölu Íslensku Óperunnar eða á www.opera.is
Svarað í síma 511-4200 frá kl. 10 / opið 14 – 18 / fram að sýningu sýningadaga. Fullt verð 3.000 Eldri borgarar 2.700 = 10%afsl.Vinafél. óperu 2.250 (Um að gera að skrá sig í vinafélagið; ýmis tilboð á sýningar í óperunni)