Dimitri og dívurnar þrjár – ævintýralegar raddir úr austri

        

Á Ras 1 verða þættir á dagskrá í júní sem fjalla um líf og list þriggja söngkvenna og söngvarans Dimitris Hvorostovskys – og er einn þáttur tileinkaður hverjum listamanni.
Þættirnir eru á dagskrá kl.14.03 á mánudögum og síðan endurteknir klukkan 19 á laugardögum.
Í þáttunum fjórum verða kynntar og fjallað um söngkonurnar Olgu Borodinu, Galinu Gorchakovu, Inessu Galante og söngvarann Dimitri Hvorostovsky. Öll hafa þau öðlast frægð og frama fyrir söng sinn og raddir þeirra hafa hljómað í virtustu óperuhúsum heims.
Fjórmenningarnir eiga það einnig sameiginlegt að hafa komið og sungið fyrir okkur Íslendinga.
Umsjón með þáttunum hefur Nathalía Druzin Halldórsdóttir