Sigrún Hjálmtýsdóttir verður einsöngvari á hinum árlegu nýárstónleikum Salonsveitar Sigurðar Ingva Snorrasonar laugardaginn 15. janúar kl. 17.
Á efnisskrá tónleikanna er Vínartónlist og önnur sígild tónlist í léttari kantinum. Haldið verður áfram á þeirri braut sem mörkuð var með tónleikunum í janúar sl. og flutt nokkur vinsæl dægurlög. Þá mun afmælisbarnið Franz Liszt koma við sögu. Að vanda gefur Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari glæsinúmer.
Salonsveitina skipa:
Sigurður Ingvi Snorrason – klarínetta, Sigrún Eðvaldsdóttir – fiðla, Pálína Árnadóttir – fiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir – selló, Hávarður Tryggvason – kontrabassi, Martial Nardeau – flauta, Anna Guðný Guðmundsdóttir – píanó, Pétur Grétarsson – slagverk